Fréttir

Próftími fjarnema að hefjast 4. desember

01.12.2017

Próftímabil er 4. - 18. desember 2017. Við óskum öllum nemendum góðs gengis í prófum. 

 

Námsver hefur staðsett í Kvennaskólanum siðan 2014 undir umsjón starfsmanna ÞekkingarsetursinsÁ Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Sveitarfélögin reka námsverin, hvert á sínu svæði. 

Í námsverinu í Kvennaskólanum er fjarfundabúnaður í eigu Farskóla NV, FS háhraðanet, aðstaða til ljósritunar, prentunar og einnig kaffiaðstaða. Nemendur geta fengið lykla kjósi þeir það og hafa þá aðgang að námsverinu utan skrifstofutíma. Námsverið eru ætluð háskólanemum í fjarnámi auk annara fjarnema. 

Starfsmenn Þekkingarsetursins aðstoða nemendur ef þörf er á, t.d. við að svara spurningum varðandi háskólanám, koma þeim í samband við starfs- og námsráðgjafa Farskólans, og sitja yfir prófum. Nemendur sem taka fjarpróf hjá okkur koma meðal annars frá Hvanneyri, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Tækniskólanum, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Verzlunarskólanum. Árið 2016 voru samtals 79 próf haldinn í Kvennaskólanum.