Verkefni lokið

 

2018

 

List- og menningarráðstefnu 27 - 28 apríl, 2018. Haldinn var tveggja daga ráðstefnu í lok apríl í gömlu kirkjunni á Blönduósi fyrir listamenn, starfsmenn á sviði menningar og frumkvöðla úr skapandi greinum. Markmið verkefnisins var að skapa vettvang fyrir listamenn og starfsmenn á sviði menningar á Norðurlandi vestra til að koma saman, deila reynslu, ræða hlutverk lista og menningar á breyttum tímum, ferðaþjónustu og tækifæri sem liggja t.d. í framleiðslu handverks og eflingu menningarlífs á svæðinu. Meðal lista- og handverksmanna sem fluttu erindi voru: Greta Clough (Handbendi brúðuleikshús), Sandra Granquist (skartgripa hönnun), Hilma Eiðsdóttir Bakken (handverk), Dóra Sigurðardóttir (málverk), Áslaug Thorlacius (Kleifar), Guðrún Kloes (útgefandi) og Kerryn McMurdo (dans). U.þ.b. 50 gestir mættu. Í lok ráðstefnunnar var haldinn sýning á verkum listamanna í Kvennaskólanum. Stefnt er að því að gefa út sýningarrit í júní 2018. Verkefnið var styrkt af Uppbyggingasjóði NV, en verkefnastjóri var Melody Woodnutt.  

 

      

 

 

 

International workshop on sustainability and craft innovation of fish leather. From March 22 - 27, an international workshop on sustainability and craft innovation of fish leather in Nordic higher education was held at the textile residency in Kvennaskólinn. The project was an intitiative of Elisa Palomino, fashion print pathway leader at Central Saint Martins - College of Art and Design in London and Katrín Káradóttir, director of fashion studies at the Icelandic Academy of Arts. The workshop was organized in collaboration with Gestastofa Sútarans - Atlantic Leather tannery in Sauðárkrokur. The workshop was led by Elisa Palomino and attended by students from Central St. Martins, the Icelandic Academy of Arts in Reykjavík, the Royal Danish Academy of Arts in Copenhagen, the University of Boras in Sweden, and Aalto University in Helsinki, Finland. 

 

Students stayed at the textile residency in Kvennaskólinn and experimented with traditional methods of tanning, dyeing and sewing fish skin at the Kvennaskólinn dye studio under the guidance of fish leather experts Lotta Rahme (Sweden) and Joe Boon (UK). The workshop schedule also included a visit to Atlantic Leather, classes on sketchbook development, and a lecture on the restauration and conservation of fish skin artefacts given by Daria Cevoli, curator of the Asian collections at the Musée du quai Branly in Paris. The aim of this forward-looking project was to provide new sustainable practices in Nordic universities and encourage students, tutors and designers to produce innovative fish leather artefacts using traditional skills.

 

 

 

 

 

,,Art Residency Catalogue".  Um er að ræða samantekt af ljósmyndum af listaverkum sem unnin voru í textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum á tímabílinu apríl - júní 2017, auk frásagnar frá listamönnum, en það er samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetursins. 

Bókin er innbundin, alls 60 bls. og gefur skemmtilega innsýn inn í þá athyglisverðu vinnu sem fer fram í Kvennaskólanum á Blönduósi. Cornelia Theimer Gardella ljósmyndari og textíllistamaður sem dvalið hefur í listamiðstöðinni í þrígang tók myndirnar og vann bókina fyrir prentun. Stefnt er að gefa út ,,Art Residency Catalogue" reglulega. Bókina er hægt að skoða m.a. í Kvennaskólanum, en hún er einnig aðgengileg í rafrænu hér á heimasíðu Þekkingarsetursins (sjá útgefið efni). 

 

 

2017

 

Heimsókn listamanna í skóla. Þann 14. desember lauk tilraunaverkefni Þekkingarsetursins ,,Heimsókn listamanna í skóla”. Það var framhald af verkefninu ,,Aukið samstarf listamanna/listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra" á vegum SSNV.  Í verkefninu fólust heimsóknir á vegum listamanna sem dvelja í listamiðstöðvum á Skagaströnd og Blönduósi í skóla á Norðurlandi vestra haustið 2017. Alls tóku sjö skólar þátt í verkefninu. Markmiðið var að efla samstarf milli listamiðstöðva og skóla á svæðinu og gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreytileika listanna frá mismunandi menningarheimum. Þekkingarsetrið stýrði tilraunaverkefnið í nánu samstarfi við starfsmenn NES listamiðstöðvarinnar og Textílsetur Íslands. Samantekt á verkefninu má finna hér

 

  

 

 

Efling ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þekkingarsetrið var samstarfsaðili Ferðamálafélags A-Hún, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar við átaksverkefni á sviði ferðamála. Verkefni ársins 2017 voru m.a. útgáfu afrifukorts og endurútgáfa bæklingsins ,,Milli fjalls og fjöru" og þróun viðburða tengda ferðamálum, s.s. kynningarfundir og námskeið. Samantekt má finna hér

 

 

Nordic-Baltic Scholarship ProgrammeÍ desember 2017 lauk samstarfsverkefni Þekkingarsetursins og Textílsetursins vegna dvalar listamanna frá Norðurlöndum og Eystrarsaltslöndum í textíllistamiðstöð í Kvennaskólanum. Verkefnið hlaut styrk frá Nordic Kulturkontakt sem gerði það kleift að bjóða völdum listamönnum frá þessum löndum að koma til Íslands, dvelja í listamiðstöðinni og miðla sérþekkingu sinu til samfélagsins. Verkefnið hefur reynst starfseminni í Kvennaskólanum mjög jákvætt sem og samfélaginu. Íbúum á svæðinu og ekki síst starfsmönnum gafst kostur á að fá innsýn í starf og menningu listamannanna frá Norður- og Eystrarsaltslöndunum og afla sér nýrrar þekkingar hvað varðar nýjar aðferðir í textíl. Skapast hafa góð sambönd og jafnvel vinátta milli lista- og heimamanna sem vonandi verður til góða þegar fram í sækir. Tilkoma listamannanna hefur einnig orðið til þess að það er merkjanlegur munur á umsóknum til listamiðstöðvarinnar frá tengslaneti þeirra. 

 

                                  

 

 

Skráning vefnaðarmunstra. Sumarið 2016 hofst tímabundið verkefni vegna skráningar á vefnaðarmunstrum sem tilheyra Kvennaskólanum á Blönduósi og Textílsetur Íslands og undirbúningi á styrkumsókn. Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefnaðarkennari og veflistamaður for með verkefnið á vegum Þekkingarsetursins og Textílsetursins. Hagnýtt rannsóknarverkefni Þekkingarsetursins Bridging Textiles to the Digital Futurehlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís í apríl 2017. 

 
 
 
2016
 

Prjónagleði. Hátið fyrir áhugafólk um prjón var haldinn á vegum Textílsetur Íslands og samstarfsaðilar á Blönduósi 10. - 12. júní. Prjónagleði hefur það að markmiði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk til að læra nýjar aðferðir í prjóni og deila og miðla reynslu.  Prjónagleði er hugmynd Jóhönnu Pálmadóttur, framkvæmdastjóri Textílsetursins, og fær innblástur sinn frá prjónahátíðinni Fanö sem haldin er árlega í Danmörku. Dagskrá á Blönduósi 2016 var fjölbreytt: Haldinn voru ýmis námskeið, fyrirlestra, spunakeppni, sölusýning, og leiðsögn um Kvennaskólann. 

 


Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi. Verkefnið er stýrt af starfsmönnum Háskólans á Hólum og hlaut styrk frá Rannís 2014. Samstarfsaðilar eru sérfræðinga frá Veiðimálastofnun og Háskólanum í Alaska, FairbanksSérfræðingur Þekkingarseturs á sviði laxfiska, Daniel Govoni, tók þátt í verkefni 2014 - 2016. Dan brautskráðist með MS í sjávar- og vatnalíffræði frá Háskólanum á Hólum árið 2011, en rannsóknin um fjölbreytni í grunnvatni er doktórsverkefni hans.

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hólaskóla. 

 


Dan Govoni að taka sýni í Varmá í Hveragerði. 

 

Þýðing á göngukortum. Unnið var ný útgáfa göngukorta yfir svæðið á milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Annars vegar er um að ræða kort yfir Skaga á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, og hins vegar kort sem nær yfir svæðið frá Skagafirði til Vatnsdals.

Ensk þýðing göngukortanna var unnin hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi.

 

 

 

 

 
 
 
2015
 

Námskeið fyrir bókaverði. 29. september 2015 var haldið námskeið fyrir starfsmenn bókasafna á Norðurlandi vestra. Skemmtilegur hópur kom saman í Þórsstofu í Kvennaskólanum að morgni þriðjudagsins. Dagurinn byrjaði með kennslu frá starfsmönnum Landskerfi bókasafna en endaði á erindi um framtíð almenningsbókasafna, og foru allir heim með nýja þekkingu og hugmyndir. Námskeið var samstarfsverkefni Þekkingarsetursins, Héraðsbókasafnsins A-Hún og Farskólans Norðurlands vestra. 

 

 

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur. Málþing var haldið í Kvennaskólanum 27. september 2015 til minningar um Jóhönnu Jóhannesdóttur, hannyrðakonu og bónda frá Svínavatni. Það var mjög vel sótt (60 manns). Á málþinginu voru flutt þrjú erindi: Dr. Áslaug Sverrisdóttir, sagnfræðingur flutti erindi um ævi og störf Jóhönnu, Iðunn Vignisdóttir, bókmennta- og sagnfræðingur var með ágrip af sögu Kvennaskólans á Blönduósi og Sólborg Una Pálsdóttir, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður var með hugleiðingu um sjálfstæði, réttindabaráttu og vefstóla.

 

Að loknum erindunum bar Kvennfélag Svínvatnshrepps fram veitingar. Eftir kaffið var gestum málþingsins boðið að skoða Kvennaskólann, Minjastofur Vina Kvennaskólans, Vatnsdælurefilinn, sýningu listamanna úr listamiðstöð Kvennaskólans í Bílskúrs galleríi og sýningu á verkum Jóhönnu sem sett var upp sérstaklega fyrir málþingið í Heimilisiðnaðarsafninu. Málþingið var samstarfsverkefni Þekkingarsetursins á Blönduósi, Textílseturs Íslands, Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Heimilisiðnaðarfélag Íslands lánaði nokkra muni til sýningarinnar.

Málþingið var styrkt af Húnavatnshreppi, Landsvirkjun og Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. 

 

 

      

 

 

Könnun á hagkvæmni sameiningar Laxaseturs og Hafísseturs á Blönduósi. Þekkingarsetrið var samstarfsaðili Blönduósbæjar og Laxasetur Íslands í verkefni um hugsanlega sameiningu Hafíssetursins og Laxaseturs. Verkefnið hófst í janúar, en könnuð var hagkvæmni og ávinningur þess að sameina þessar tvær náttúrusýningar í sameiginlegu húsnæði á Blönduósi. Sérfræðingar voru fengnir til að gera úttekt á báðum setrunum og þeir lögðu fram skýrslu um niðurstöður. Verkefnastjórnin var sammála niðurstöður skýrslu um mat á hagkvæmni sameiningar að því leyti að það þjónar ekki tilgangi að sameina Hafíssetrið og Laxasetrið. 

Lokaskýrsla verkefnisstjórnar má finna hérÍ skýrslunni er einnig að finna hugmyndir um framtíðarsýn og hugmyndir í sambandi við styrkingu ferðaþjónustu á svæðinu. 

 

 

Fyrirlestrar í Kvennaskólanum 14 apríl. Þór Jakobsson veðurfræðingur hélt fyrirlestur um Sigurð Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Kvennaskólanum. Sigurður þýddi Kúgun kvenna eftir John Stuart Mills sem reyndist verða grundvallarit í sögu kvenréttindabaráttu í heiminum. Fyrirlesturinn var haldinn í tilefni af farandsýningu um kvenréttindabaráttu sem var staðsett á Blönduósi í apríl. Sama dag héld Jónína Herdís Ólafsdóttir, meistaranemi við Háskólanum á Hólum og styrkhafi frá National Geographic Society fyrirlestur um veðurfarsbreytingar í Kvennaskólanum. Veðurfarsbreytingar munu verða 10 sinnum hraðari á næstu öld en á síðustu 65 milljónum ára áður. Hlýnun jarðar mun m.a. valda auknu strandrofi, bráðnun jökla og breytingu úrkomumynsturs. Jónína fjallaði um hvernig þessar breytingar munu hafa áhrif á Ísland.

 
 
2014
 

Átaksverkefni um eflingu ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þekkingarsetrið tok þátt í átaksverkefni um eflingu ferðamála í A-Hún. Í verkefninu folst m.a. eftirfarandi: Skipulag og framkvæmd hugmyndasmiðju fyrir íbuar svæðisins vorið 2014, kennslu ferðaþjónustatengds enskunámskeiðs (kennt á vegum Farskólans), vinnslu gagnagrunns yfir ferðaþjónustaaðila á Norðurlandi vestra, vinnslu upplýsingabæklings fyrir ferðamenn í A-Hún., efling samstarfs aðila í ferðaþjónusta á svæðinu, og framkvæmd spurningakönnunar fyrir ferðamenn sumarið 2014. Lokaskýrsla eftir G. Ágúst Pétursson, verkefnastjóra, má finna hér.

 

 

Ráðstefnu um ull og ullarvinnslu. Þekkingarsetrið var samstarfsaðili Textílsetursins um undirbúning ráðstefnu um ull og ullarvinnslu. "North Atlantic Sheep and Wool Conference" var haldin í fjórða skipti í september 2014 á Blönduósi. Greinagerð um ráðstefnuna eftir Jóhönnu Pálmadóttur má finna hér.    

 

        

 

 

Blönduganga. Sunnudaginn 20. 7. var farið í Blönduganga, fjölskylduvæn göngutúr meðfram bakka Blöndu í tilefni Húnavöku, bæjarhátið á Blönduósi. Gangan var vel heppnuð og þatttakendur voru u.þ.b. 40. Fyrst forum við niður að Blöndu í Fagrahvammi þar sem Dan Govoni sýndi rafveiðar, en það er aðferð sem notuð er við seiðarannsóknir. Fískunum sem veiðast þannig er síðan sleppt aftur lífandi. Síðan forum við niður að ósnum og mældum þar straumhraða, hita o.s.f.v. í ánni. Einnig voru tekin vatnssýni og þau skoðuð í smásjá í Kvennaskólanum. 

 

 

    

 

 

 

Heimsókn fræðimanna frá Alaska. Þann 2. febrúar 2014 komu Liza Mack og Nadine Kochuten frá Aljútaeyjum (Aleutian Islands) í heimsókn og sögðu frá lífi í heimabyggð sinni og einnig rannsóknum sínum við Háskólann í Alaska Fairbanks. Bragðprufur af hefðbundnu Aljút góðgæti (þurrkuðum laxi og berjasultu) voru á boðstólnum. 

 

 
 
 
 

 

 

 
 
 
 

 

 

2013 


Þarfagreining á námsframboði á Norðurlandi vestra. Veturinn 2013-2014 var gerð þarfagreining á framboði menntunar á Norðurlandi vestra. Rannsókn var unnið fyrir Þekkingarsetrið af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands árið 2013. Niðurstöður benda til þess að menntunarstig svæðisins sé mjög lágt. Menntunarstig virðist hæst í Skagafirði, næst í Húnaþingi Vestra og lægst í A-Hún. Mjög stór hluti íbúa á aldrinum 18 til 45 ára er aðeins með grunnskólapróf. Ljóst er að gera þarf átak í menntamálum á svæðinu. Kynningarfundir um niðurstöður fyrir íbúa,  sveitarstjornamenn og fulltruar menntunarstofnana á Norðurlandi vestra voru haldnar á Skagaströnd, Sauðárkrókur og Blönduósi snemma á árinu 2014. 
 

Austur-Húnavatnssýsla - lokaskýrsla

Vestur-Húnavatnssýsla - lokaskýrsla

Skagafjörður - lokaskýrsla
 

Grein eftir Ásdísi Ýr Arnadóttur, verkefnastjora, um menntun á Norðurlandi vestra má finna hér