Þórsstofa

 
Kvennaskólinn hýsir Þórsstofu – Íshafsleiðin til Kína. Þórsstofa er vinnustofa og fundarherbergi þar sem varðveitt eru skjöl, bækur, munir og myndir frá dr. Þór Jakobssyni veðurfræðingi.

Vinnustofan, sem aðgengileg er fræðimönnum sem leikmönnum, er vettvangur rannsókna og fræðslu í hafís- og norðuríshafssiglingaleiðinni og afrakstur af vinnu og áhuga Þórs á norðurslóðum.

Ef áhugi er fyrir hendi að leigja Þórsstofu fyrir fundarhald, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Þekkingarsetursins.