Laxfiska

 

Sérfræðingur Þekkingarseturs á sviði laxfiska, Daniel Govoni, tekur þátt í verkefni Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi. Dan brautskráðist með MS í sjávar- og vatnalíffræði frá Háskólanum á Hólum árið 2011, en rannsóknin um fjölbreytni í grunnvatni er doktórsverkefni hans.

 

Mikilvægt er að skilja þá þætti sem leiða til, viðhalda og breyta líffræðilegri fjölbreytni. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á dögum þegar líffræðileg fjölbreytni jarðarinnar breytist hratt. Hægt er að líta á íslensk ferksvatnskerfi sem náttúrulega tilraunastofu til þess að rannsaka þessa þætti. Niðurstöður rannsóknarinnar munu gefa mikilvægar upplýsingar um það hvernig við eigum að nýta og vernda grunnvatnsauðlindina. 

 

Verkefnið er stýrt af starfsmönnum Háskólans á Hólum og hlaut styrk frá Rannís 2014. Samstarfsaðilar eru sérfræðinga frá Veiðimálastofnun og Háskólanum í Alaska, Fairbanks.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hólaskóla. 

 

Dan Govoni að taka sýni í Varmá í Hveragerði.