Kvennaskólinn á Blönduósi

Fréttir

Þórdís Rúnarsdóttir ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu

15.06.2017

 

Þórdís Rúnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu ferðamálafulltrúa Austur-Húnavatnssýslu en alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Þórdís er menntuð sem ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og er auk þess með diplómu í viðburðastjórnun og landvarðarréttindi.

Nordic-Baltic styrkhafi í listamiðstöðinni

08.06.2017

Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands bjóða velkomna Päivi Vaarula í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Päivi hlaut Nordic-Baltic Scholarship, sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið standa fyrir árin 2016-17. Verkefnið hlaut styrk Nordic Culture Point árið 2016.

 

Ársfund Þekkingarsetursins 2017

31.05.2017

Ársfundur Þekkingarsetursins var haldinn í Kvennaskólanum þann 30. maí. Á dagskrá voru venjuleg ársfundastörf, m.a. kynning á starfsemi setursins 2016. 

Nordic-Baltic styrkhafi í listamiðstöðinni

15.05.2017

 

Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands bjóða velkomna Kerstin Lindström í textíllistamiðstöðina í Kvennaskólanum á Blönduósi.  Kerstin hlaut Nordic-Baltic Scholarship, sem Þekkingarsetrið og Textílsetrið standa fyrir árin 2016-17. Verkefnið hlaut styrk Nordic Culture Point árið 2016.